<$BlogRSDUrl$>

19.9.06

-Fjelagsmenn athugið!-
Aðalstjórn Sögufjelags Hafnarfjarðar vill biðja meðlimi fjelagsins að taka 7.október nk. frá. Stefnt er á að halda hinn gríðarvinsæla Sögufjelagsdag hátíðlegan með bravör þennan dag.
Hátíðardagskráin verður kynnt betur þegar nær dregur.
Sögufjelagsdagsnefnd ætlar að gera örlitla könnun á meðal fjelagsmanna um það hvort meiri stemning sé fyrir því að fara út að borða um kvöldið, eða hvort menn vilja frekar kaupa mat og elda heima hjá einhverjum góðhjörtuðum meðlimi fjelagsins.
Best færi á því að menn svöruðu þessu annað hvort hér á síðunni, eða sendu póst á formann fjelagsins...en það eiga náttúrulega allir að vita hvert það netfang er.

Með bestu kveðju,
Sverrir Þór Sævarsson, formaður Sögufjelags Hafnarfjarðar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?