<$BlogRSDUrl$>

23.8.04

Jæja þá er komið að því að kórstjórinn skili inn sínu fyrsta verkefni á vefnum ...

Hér á eftir kemur textinn af krummanum:
(1)
Krummi svaf í klettagjá kaldri vetrarnóttu á,: verður margt að meini. :
Fyrr enn dagur fagur rann freðið nefið dregur hann: undan stórum steini. :
(2)
„Allt er frosið úti gor, ekkert fæst við ströndu mor: svengd er metti mína. :
Ef að húsum heim ég fer heimafrakkur bannar mér: seppi´ úr sorp að tína." :
(3)
Á sér krummi ýfði stél, einnig brýndi gogginn vel,: flaug úr fjalla gjótum. :
Lítur yfir byggð og bú, á bæjum fyrr en vakna hjú;: veifar vængjum skjótum. :
(4)
Sálaður á síðu lá sauður feitur garði hjá: fyrrum frár á velli. :
„Krunk, krunk! nafnar, komið hér, krunk, krunk! því oss búin er: krás á köldu svelli." :

Gefst mönnum hér kostur á að læra þessar stórgóðu vísur og hafa þær klárar þegar að næstu æfingu kemur ...

Vil ég benda á að vísur 2 -3 voru ekki æfðar á fyrstu æfingu en mér finnst þær passa vel inn.

Að tæknilegum útskýringum, þá þýðir þetta merki innan gæsalappanna endurtekningu ": " verður margt að meini. ":"

Vænti ég þess að menn leggi sig nú fram við utanaf lærdóm og taki nokkrar textaæfingar að mér fjarstöddum.

Lifið heilir,
Örvar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?