<$BlogRSDUrl$>

19.6.06

-Fótógrafs-
Sælir fjelagar og takk fyrir stórskemmtilegt föstudagskvöld.
Mig langaði til að benda mönnum á athyglisverða heimasíðu hvar finna má ljósmyndir sem teknar voru hinn örlagaríka dag 30.mars 1949, þegar Alþingi samþykkti inngöngu Íslands í NATÓ. Eins og allir vita brutust út mikil átök á Austurvelli, enda voru kommúnistarnir nett pirraðir þennan dag.

Hérna er slóðin.

Með bestu kveðju,
Sverrir Þór Sævarsson, formaður Sögufjelags Hafnarfjarðar.

13.6.06

-Fundarboð-
Kæru fjelagar.
Senn líður að þjóðhátíðardegi Íslendinga, og mun Sögufjelag Hafnarfjarðar minnast þeirra tímamóta með sérstökum hátíðarfundi föstudagskvöldið16.júní næstkomandi.
Að þessu sinni verður fundurinn haldinn í höfuðstað landsins, nánar tiltekið í vesturbæ höfuðstaðarins (heimilisfangið verður ekki gefið upp hér, en nánari upplýsingar veitir formaður fjelagsins).
Tekið verður á móti fjelagsmönnum með fordrykk og svo verður eitt og annað gert sér til skemmtunar.
Húsið opnar kl. 20, en fótboltaþyrstir geta vafalítið fengið góðfúslegt leyfi húsráðanda (húsráðandi að þessu sinni er hinn góðkunni og skeleggi fréttamaður Guðmundur Hörður Guðmundsson) til að mæta fyrr og horfa áMexíkana (eða kóa) og Angólamenn etja kappi.

Þeir sem hyggjast mæta eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta komu sína með því að senda formanni tölvupóst á sverrsa@hi.is.

Með von um góða mætingu,
Sverrir Þór Sævarsson, formaður Sögufjelags Hafnarfjarðar.

8.6.06

-Þjóðhátíðarfundur Sögufjelags Hafnarfjarðar-
Sælir kæru fjelagar.
Nú fer að koma að því að fjelagsmenn geri sér glaðan dag og hittist yfir öl og öðrum veitingum til skrafs og ráðagerða.
Áætlað er að halda fund að kvöldi 16.júní, sem ku vera dagurinn á undan þeim sautjánda, sem ku vera fæðingardagur Jóns Sigurðssonar og ku einnig vera þjóðhátíðardagur Íslendinga. Ef einhverjir hafa athugasemdir við þessa dagsetningu fram að færa þá vinsamlegast gerið það strax.
Einnig vantar staðsetningu fyrir þennan fund, en eins og mönnum ætti að vera í fersku minni var ákveðið á síðasta aðalfundi að reyna að dreifa fundunum meira á milli fjelagsmanna. Þeir sem geta boðið upp á fundaraðstöðu eru beðnir að hafa samband við formann vegna þess.

Með bestu kveðju,
Sverrir Þór Sævarsson, formaður Sögufjelags Hafnarfjarðar.

6.6.06

-Sumarhugvekja-
Eftir áskorun frá gjaldkera fjelagsins hefi ég ákveðið að taka til máls hér á þessari góðu vefsíðu. Ástæða þess að formaðurinn hefur ekki skrifað á síðuna í langan tíma er sú að hann var upptekinn við prófalestur, og að afloknum prófum var haldið í tveggja vikna heimsreisu til Þýskalands og Austurríkis. Var meðal annars farið í góða ferð til Nürnberg, hvar gengið var um götur þær sem skósveinar Hitlers marseruðu um á sínum tíma.

Þann 1.júní síðastliðinn fögnuðu Hafnfirðingar 98. afmælisdegi bæjarins. Vil ég nota tækifærið og óska meðlimum Sögufjelagsins til hamingju með þessi tímamót, og minni á að nú þarf að fara að hefjast handa við gerð myndarinnar sem við áætlum að sýna á 100 ára afmæli bæjarins. Oft var þörf en nú er nauðsyn.

Að auki þarf að fara að huga að næsta fundi. Enda á eftir að bjóða Örvar almennilega velkominn heim. Nú mega menn endilega varpa fram hugmyndum um það hvenær heppilegast væri að hittast.

Með sumarkveðju,
Sverrir Þór Sævarsson, formaður Sögufjelags Hafnarfjarðar.

5.6.06

Hér eru lítilsháttar hugleiðingar á hvítasunnu, sem er nú gömul uppskeruhátið gyðinga sem stóð í 50 daga til forna. Þetta er hátíð heilags anda og ekki er verra að vera í liði með honum. Ég sá um daginn að það lá Íslenskur fáni í götunni það minnir okkur á að hafa fánalögin í heiðri.
http://www.althingi.is/lagas/125b/1944034.html
Hérna hafið þið lögin og ég sem gildur stjórnarmaður í sögufjelaginu óska eftir því að meðlimir hafi þau í heiðri.
Ég óska eftir því hér með að virðulegur formaður láti sjá sig á síðunni okkar og skrifi sumarleiðara. Ég vil jafnframt skjóta þeirri hugmynd fram að formaður skrifi einn leiðara í hverjum mánuði, svona til að hafa meira líf í tuskunum á vef okkar. Jafnframt er heim komin úr langri útlegð Örvar okkar, gaman væri ef hann myndi sjá sér fær að heiðra okkur með pistli af heimkomunni og hvað hann og fjölskylda eru að sýsla.
Jæja nóg í bili bið að heilsa öllum meðlimum nær og fjær.
kveðja/ Gjaldkeri.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?