<$BlogRSDUrl$>

24.9.04

Yfirlýsing frá Örvar Má "Der Hammer" Kristinssyni ...

Kæru fjelagar, landar og aðrir aðdáendur mínir.

Eins og þið vitið hef ég verið að spila, við góðann orðstýr, knattspyrnu í Evrópu síðustu ár. Félagslið hafa barist um krafta mína og hef ég reynt að deila mér milli þeirra eins og framalega mögulegt var ... Ég hef verið heppinn gegnum minn feril, verið nokkurn veginn laus við meiðsl ... Það er þó ekki svo lengur.

Mér þykir leitt að þurfa að tilkynna ykkur að ég kem ekki til með að gefa framar kost á mér í Landslið Íslands í knattspyrnu ... Eftir að hafa íhugað málið vel og lengi, sé ég ekki annan kost en að gefa eftir sæti mitt. Hnémeiðsl mín hafa verið að há mér upp á síðkastið og ég sé ekki fram á að geta beitt mér að fullu á báðum vígstöðum ... ég mun einbeita mér að koma mér í leikform á ný og vonast til að geta verið félagsliði mínu verðugur kostur í framtíðinni.

Það er því með harmi sem ég segi; Addio, leb wohl, verið bless ... Þessum kapítula í lífi mínu er nú lokið. Ég þakka ykkur allann stuðninginn í gegnum tíðina ...

Með kærri kveðju,
Örvar Már "Der Hammer" Kristinsson

P.s. ég vona að treyja númer 13 verði ekki látinn öðrum eftir ...

23.9.04

-Tillaga að Sögufjelagsdeginum-
Góðir fjelagar. Ég hefi verið að dunda mér við að setja saman nýja dagskrá fyrir Sögufjelagsdaginn margumrædda. Hinar nýju tillögur eru framsettar þannig að allir geti notið þeirrar dagskrár sem fyrirhuguð var auk þess sem knattleiknum í höfuðborginni hefur verið fundinn staður í dagskránni.
Svona lítur mín hugmynd að dagskránni út.

11:00 Hist í Hellisgerði, gengið að styttu Bjarna Sívertsen
11:30 Farið á Byggðasafn Hafnarfjarðar, skoðaðar þær sýningar sem í boði eru, einnig skoðað heimili Bjarna Sívertsen.
13:00 Þeir sem það vilja bregða sér inn í Reykjavík og horfa á FH -KA. Aðrir bregða sér á veitingahús og snæða léttan hádegisverð.
Hlé.
16:00 Sigur Viljans eftir Leni Riefenstahl sýnd í Bæjarbíó, aðgangur500 kr.
18:00 Haldið heim á leið og puntað sig upp fyrir fund kvöldsins.
19:30 Hist í nýreistu fjelagsheimili Sögufjelagsins að Suðurholti 1 hvar grillað verður og dreipt á öli.
20:30 Fundur settur í Sögufjelagi Hafnarfjarðar.Venjuleg fundarstörf.

Með von um að ný dagskrá mælist vel fyrir
Sverrir Þór Sævarsson, formaður Sögufjelags Hafnarfjarðar.

21.9.04

-Breyting á Sögufjelagsdeginum-
Líkt og glöggir menn hafa vafalítið tekið eftir hefur knattspyrnulið FH-inga slegið öll met í knattleik í sumar. Sökum þess er liðið nú komið í undanúrslit í bikarkeppni KSÍ sem nefnd er eftir greiðslukortafyrirtæki sem ætti að vera mönnum kunnugt. Sökum þess að téður leikur mun fara fram nk. laugardag kl. 14:00 má ljóst vera að nokkrir meðlimir Sögufjelagsins verða væntanlega á meðal áhorfenda á þeim leik. Setur þetta fyrirhugaðan Sögufjelagsdag allverulega úr skorðum.

Nú er það spurning hvort menn vilja fresta Sögufjelagsdeginum (líkt og Kastró frestaði jólunum hér um árið) eða hvort vilji er fyrir því að hliðra skipulagðri dagskrá þannig að hægt verði að koma sem flestum viðburðum fyrir og þannig að knattleiks-sjúkir fjelagar geti leyft sér að horfa á svart-hvítu hetjurnar ríða um héruð Reykjavíkur.
Þó er nokkuð ljóst að filmsýning í Bæjarbíói yrði líklega ekki partur af prógramminu.
Voðalega væri gott ef menn gætu viðrað hugmyndir sínar hér á hinu svonefnda kommentakerfi hér fyrir neðan.

Virðingarfyllst
Sverrir Þór Sævarsson, formaður Sögufjelags Hafnarfjarðar.


Lýsing á kvikmyndinni Sigur viljans


3. Triumpf des Willens (Sigur viljans)
Þýskaland, 1934 • Leikstjóri: Leni Riefenstahl
Lengd: 114 mín , svart/hvít • Enskur texti • Sýnd: 21. og 25. september
Um líkt leyti og Dr Burkert og Kamban voru að búa til áróðursmynd fyrir Fiskimálanefnd ríkisstjórnar
Íslands vann Leni Riefenstahl að gerð mestu áróðursmyndar allra tíma fyrir Hitlersstjórnina,
Sigur viljans. Þessi áhrifamikla áróðursmynd var um sjötta flokksþing nasista í Nürnberg árið
1934. Það sama ár kom Dr. Burkert til Íslands og kvikmyndaði í áróðursskyni m.a. menningarmyndina
Siglingar og fiskvinnsla á Íslandi og fleiri myndir af landi og þjóð. Gífurlega miklu var
kostað til svo að Sigur viljans gæti staðið undir nafni. Hitler sjálfur fól Leni Riefenstahl að gera
myndina og skyldi nú gerð listræn kvikmynd um nasistaflokkinn og ekkert til sparað svo að því
marki yrði náð. Leiðtogar nasistaflokksins gerðu sér grein fyrir mikilvægi kvikmyndalistarinnar og
áróðursmálaráðherrann Göbbels, sem hélt utan um alla kvikmyndagerð Þriðja ríkisins bar áróðurinn
saman við listina og hugðist ná valdi á hjörtum fólksins með þessu tæki.
Sagt er að Riefenstahl hafi fengið þrjátíu kvikmyndatökuvélar til ráðstöfunar og hundrað og
tuttugu manna tökulið. Sögulegt baksvið myndarinnar var miðaldaborgin Nürnberg, sem er
þýskari en allt sem þýskt er. Tónlistarátrúnaðargoð nasistanna, Richard Wagner, var búinn að
nota hana fyrir skrautsýningu sína í lengstu óperu allra tíma, Meistarasöngvurunum frá Nürnberg.
Sviðsetning hinnar makalausu,
næstum trúarlegu skrautsýningar nasistanna
í Nürnberg árið 1934 og ótvíræðir
hæfileikar hinnar ungu kvikmyndastýru,
sem stjórnaði kvikmyndatöku atburðarins
gerir það því að verkum að áhrifamáttur
þessarar kvikmyndar enn þann dag í dag,
réttum 60 árum síðar þrátt fyrir allt sem
gerðist í kjölfarið, er slíkur að ekki er hægt
annað en að hrífast að Sigri viljans.

20.9.04

Íslandsmeistarar 2004
FH-ingar sigruðu KA-menn í dag með tveimur mörkum gegn einu. Mörkin skoruðu Emil Hallfreðsson og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson.

Gummi

16.9.04

-Árnaðaróskir-
Kæru fjelagar, ég held að það sé eigi úr vegi á þessum degi (flott rím), þ. 16. september, að óska ritara vorum, Helga Sævarssyni, innilega til hamingju með afmælið. En það var einmitt á þessum degi árið 1972 sem Helgi fæddist inn í Sævarsson fjölskylduna. Ég leyfi talnagleggri mönnum að spreyta sig á að reikna út aldur Helga.

Innilega til hamingju með daginn.

Með kveðju
Sverrir Þór Sævarsson, formaður Sögufjelags Hafnarfjarðar.


14.9.04

-Stóri Sögufjelagsdagurinn 25. September-
Kjæru fjelagar.
Til stendur að hefja geysiöflugt fjelagsstarf okkar Laugardaginn 25. September með svonefndum Sögufjelagsdegi.
Dagskrá er í smíðum og lítir nokkurn vega svona út.
Klukkan 11:00 Mæting í Hellisgerði og gengið að minnisvarða Bjarna Sívertsen.
Klukkan 12:00 Hádegisverður á fínni restaurant bæjarins.
Klukkan 13:00 Haldið í Byggðasafn Hafnarfjarðar og þar skoðuð sýning.
klukkan 15:00 Sötrað á molasopa á Súfistanum
klukkan 16:00 Hópurinn heldur í Bæjarbíó og horfir á myndina Sigur viljans eptir Leni Riefenstahl - hjer rifja menn upp gömlu stemmninguna úr Bæjarbíó.
klukkan 18:00 Menn halda heim á leið og punta sig fyrir kveldið.
Klukkan 19:30 Hist í nýreistu fjelagsheimili Sögufjelagsins að Suðurholti 1 hvar grillað verður og dreipt á öli.
klukkan 20:30 Fundur settur í Sögufjelagi Hafnarfjarðar.
Venjuleg fundarstörf.

-Hvurnig lýst mönnum á þessa dagskrá? Einhverjar breytingartillögur?
Endilega kommentið á kerfið.

Með fjelagskveðju
Helgi Ben Sævarsson Ritari Sögufjelags Hafnarfjarðar og Kaþólikki.



13.9.04

-Vetrarstarf Sögufjelagsins að hefjast!-
Kæru fjelagar.
Nú þegar sumri er tekið að halla er kominn tími á að Sögufjelagið hefji sitt glæsilega vetrarstarf. Hefi ég fengið veður af því að menn hafi unnið dag sem nátt við undirbúning þessa starfs og vænti ég þess að Helgi Sævarsson sem veitir Vetrarstarfsnefndinni forystu muni á allra næstu dögum kynna drögin að vetrarstarfinu, sem mér skilst að muni hefjast fyrir alvöru þann 25. þessa mánaðar.

Með von um að allir meðlimir Sögufjelags Hafnarfjarðar taki virkan þátt í hinu blómlega vetrarstarfi fjelagsins.
Sverrir Þór Sævarsson, formaður Sögufjelags Hafnarfjarðar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?