<$BlogRSDUrl$>

29.11.04

-Sögufjelag er eins árs-
Eins árs afmæli fjelagsins var fagnað í fjelagsheimilinu á Mount Allraefst nú á síðastliðinn Föstudag.
Var þar eldaður dýrindis matréttur sem menn sporðrenndu með góðu öli.
Fékk Kokkur fjelagsins Ívar Már Magnússon fullt hús stiga fyrir matseldina.

Á fundinum voru tveir nýir meðlimir teknir inn í fjelagið en það eru þeir Stefán Freyr Guðmundsson og Davíð Ásgrímsson.

Engar voru teknar fotografs og enginn var borinn að púnsinu að þessu sinni en vonandi getur fjelagið fjárfest í fotokammer í náinni framtíð.

Kveðja Helgi Sævarsson, ritari.

23.11.04

Sælir fjelagar!

Komnar nýjar hugmyndir varðandi matseld. Leggjum hér með til að menn komi með áfengi að eigin smekk, þannig að eingöngu matarkaupin verði sameiginleg.

Kjósum hér með um nokkra rétti sem eru í boði.

1. Jambalaya og/eða Gumbo - bragðsterkir cajun réttir ættaðir frá Lousiana fylki í USA. Meginuppistaðan er kjúklingur og jafnvel svínakjöt eða sterkar pylsur, grænmeti og hrísgrjón auk sterkrar kryddblöndu.

2. Ungversk Gúllassúpa. Meðlæti, ýmiskonar brauðmeti ásamt hummus og pestó.

3. Þýskt hlaðborð - Bratwurst, súrkál o.fl. í þeim dúr.

4. Mildur kjúklingapottréttur. Meðlæti Hrísgrjón, kartöflubátar og salat.

Ef menn hafa einhverjar aðrar hugmyndir, þá látið ljós ykkar skína. Ef ekki þá vinsamlegast kjósið einhvern af ofantöldum kostum.

Með kærri kveðju,

Ívar M.

16.11.04

-Cajun matreiðsla á afmælishátíð-
Í gær var Ívari Má matgæðingi fjelagsins falið að sjá um eldamennsku fyrir afmælishátíðina.
Var ákveðið að hafa bjóða upp á Cajun rétti að hætti amrískra.
Fjekk ritari strax vatn í munninn þegar ákveðið var að hafa réttina að hætti Cajun.
Sú hugmynd hefur komið upp að við myndum leggja tvö þúsund krónur hver í púkk til að standa kostnað af eldamennskunni og kaupum á eilítið af öli með matnum.
Hvernig lýst mönnum á það?
Kveðja Kaþólski Þróttarinn.


15.11.04

-Afmælishátíð Sögufjelags Hafnarfjarðar-
Kæru fjelagar.
Föstudaginn 26.Nóvember verður 1 árs afmæli Sögufjelags Hafnarfjarðar haldið hátíðlegt í gamla fjelagsheimilinu að Mount Allraefst.
Dagskráin verður kynnt sjerstaklega þegar nær líður.
Fjelagar takið daginn frá fyrir Óskabarn Hafnarfjarðar.

11.11.04

-Tíðindi frá fjelaga okkar á Spáni-
Hann Jóhann fjelagi okkar og umsýslumaður fasteigna á Spáni hefir opnað heimasíðu hvar hann selur fasteignir til hana fölum frónverjum.
Hann mun halda kynningarfund á Grand Hótel Sunnudaginn 14. Nóvember n.k.
Slóðin á síðuna hans er http://www.perlainvest.com/indexislan.htm
Hjer má með rafrænum hætti einnig líta auglýsingu frá Jóhanni
http://www.picturetrail.com/gallery/view?p=999&gid=5682034&uid=2068925

This page is powered by Blogger. Isn't yours?