<$BlogRSDUrl$>

29.3.04

-Fotografs af Sögufjelagsfundi komnar í á veraldarvefinn-
Hjer hefi jeg sett upp smá fotografssýningu af fundi fjelagsins sem haldinn var í Febrúar.

Stofnfjelagar Sögufjelags Hafnarfjarðar. Frá vinstri Ívar Már Magnússon, Sverrir Þór Sævarsson, Guðmundur Aðalsteinsson, Óðinn Sigurbjörnsson, Helgi Ben Sævarsson (sitjandi), Sævar Helgi Bragason.
Sjálf slóðin á vefinn er
http://www.picturetrail.com/sogufjelag
Njótið þessara fotografs virðulegu fjelagar.
Kveðja Helgi Ben Sævarsson Ritari Sögufjelags Hafnarfjarðar

28.3.04

Tækniheiti

Kannski ekki vitlaust að taka fyrir tækniheiti á borð við fjölröddun, Baroque og Menúett áður en kafað verður dýpra í flóknari atriði tónlistarinnar og reyna að útskýra aðeins.*

Organumer latnesk heiti yfir elsta form fjölröddunar, upprunnið á 9. öld. Parallel organum(u.þ.b. 900-1050 eftir krist) var samsíða söngur í samstíga ferundum eða fimmundum, þar sem nýrri rödd(vox organalis) var bætt við einradda laglínu(vox principalis); á seinni skeiðum bættust við fleirri raddir og fjölbreytni varð meiri. Svo sem gagnstæð hreyfing radda og fleirri en ein nóta á móti einni í upprunalegu laglínunni.

Baroque: tímabilið 1600-1750 gróft álitið. Tónlist þessa tímabils einkennist af yfirskreytum laglínum og endalausum trillum.

Menúett: Franskur dans, var velþekktur við hirð Lúðvíks XIV sem fágaður dans skapaður fyrir pör. Var vinsælasti dansinn langt fram á miðja 18 öld. Er oftast í 3/8 eða 6/8, ítalska afsprengið af menúett er oftast hraðari en sá franski ... Þess má geta að Menúett er eiginlega einni mikilvægi barokkdansinn sem lifði af klassíska tímabilið ... Það kemur til af því að mörg tónskáld notuðu Menúett sem lokaþátt í forleik að óperu eða sinfóníur. Mozart notar til að mynda menúett í kórinnskotið brúðkaupsveislunni í Don Giovanni. Haydn var svo fyrstur manna til að nota Menúett í stað scherzo í strengjakvartettum sínum(strengjakvartett op. 33).

Scherzo: Visst form af léttum Madrígölum í ætt við balletto(ítalskur dans frá 16 öld ), frá upphafi 17 aldar. Öll Scherzoverk frá tímabilinu 1650 - 1750 eru skrifðuð fyrir hljóðfæri. Þessi dans er frekar hraður og líflegur enda þýðir ítalska orðið Scherzo á íslensku brandari.

Læt ég þessu þá loknu að sinni, góðar stundir...

* þess ber að geta að upplýsingar þessar eru ekki tæmandi og einungis skrifaðar öðrum til ánægju og yndisauka.

25.3.04

Sónata ... Tónverk fyrir hljómsveit.

Á barokktímanum var sonata da Camera(stofusvíta) svíta af dönsum fyrir þrjú til fjögur hljóðfæri. Venjulegast sett upp sem hraður-hægur-hraður-hægur dans. Aðallinn fékk tónlistarmenn til að skemmta sér á síðkveldum eða kaffiboðum með svona tónlist.
Sonata di chiesa(Kirkjusónanta) var arftaki Cansónu og Módettu. Fjölraddað verk í fjórum köflum, hraður-hægur-hraður-hægur, líkt og stofusvítan. Barroksónötur er oft tríósónötur fyrir tvo tvö diskant hljóðfæri og continuo, þ.e. sembal, orgel eða selló. Oft voru það fjögur hljóðfæri sem spiluðu tríósónötuna og þá tvöfaldaði bassahljóðfærið bassarödd hljómborðsins.

Klassíska sónatan er frá lokum áttjándu aldarinar, þríþætt(hröð-hæg-hröð), stundum með menúett sem innskotsþætti. Kannski best að útskýra sónötu sem verk fyrir eitt(t.d. píanó) eða fleirri hljóðfæri, fyrsti kafli er ávallt allhraður. Annar kafli er hægur, í aríuformi, jafnvel tilbrigði. Þriðji þáttur er svo róndó eða í sónötuformi(sónata innan sónötunnar, minnir á The Film with in the Film, "Kentucky Fried Movie") Sónata fyrir stóra hljómsveit kallast svo sinfónía og sónata fyrir einleikshljóðfæri og hljómsveit er Konsert ...

Læt ég þá þessum pistli um Sónötur ekki eftir meira af mínum takmarkaða tíma ...

Góðar stundir.

24.3.04

Hér kemur fyrsti tónlistarpistillinn, tekin af blaðrinu hans Sverris ... harðsoðin og hroðvirknislega unninn en látum það duga í bili ... þetta verður þá bara betra héðan í frá, eða hvað.

Hvort segir maður á íslensku Sinfónía eða Symfónía ???

Af hverju ætti það að vera með "M-i" ??? Upprunalega orðið, "sinfonia" kemur úr ítölsku*, sem er "tónlistarmálið" ... Því er eðlilegast að það sé þýtt og stílfært eins og upprunalega orðið.

Þess má geta að á þýsku segir maður einnig "Sinfonie", þ.e. með "N", þó svo að Frönsku- og enskumælandi aðilar halli sér að "M" útgáfunni. Franska orðið er "symphonie" og það enska "Symphony" ...

*(Til leiðréttingar þá er Sinfónía komið úr grísku og var notað um hljóðfæri sem gætu leikið fleirri en eina rödd í einu, eða hljóma)

Þetta heiti var svo notað á verk sem skrifuð voru fyrir fleirri en eitt hljóðfæri. Sinfónía, sem hljómsveitarverk var upphaflega fyrir söngraddir eða hljóðfæri sem hljómuðu saman. En á síðari hluta 16 aldar var sinfóníska formið(þrí-fjórskipt) verk með notað sem hljómsveitarverk í leikritum, óperum, óratoríum ásamt inngangi(forleik). En í byrjun 18 aldar ver formið fraið að þróast meira sjáfstætt. Sónata fyrir hljómsveit, þar sem fyrsti kaflinn er í sónötuformi, á eftir kemur svo venjulega hægurkafli, þriðji kafli er oft dans(menuett eða Scherzo) þar á eftir kom svo inn hraður loka kafli(Allegro eða presto). Síðari tíma tónskáld þróuðu svo formið lengra og létu stef eða "tilfinningu" koma fyrir í öllu verkinu, og stundum fella kórsöng og sólistum inn í verkið(t.d. 9. sinfónía Beethovens)

Þetta er mjög gróf útskýring á sinfóníu.

p.s. ég tek þá kannski fyrir sónötuformið næst ...

19.3.04

Mig langar bara að segja fjelagsmönnum að ég er loksins komin með admin hérna og mun bráðlega fara að skrá lærðar greinar um tónlist hér ...

Kveðja Örvar

2004 - ár FH
Það er margt sem bendir til að afmælisár FH, 2004, verði okkar ár. Í kvöld fer 30 fermetra loftsteinn nærri jörðu sem heitir því merka nafni 2004 FH.

Ef við skoðum aðeins tölurnar í árinu 2 og 4 þá þarf ekki mikla stærfræðigreind til að reikna út að 2+4 eru 6. Stafur númer 6 í stafrófinu er einmitt F. Ef við hins vegar margföldum tölurnar saman fáum við 8. Já - þú átt kollgátuna - það er stafurinn H.

Árið er augljóslega okkar!

jæja Þetta er tekið af this.is/fh Þar sem sögufjelagið er Hafnfirskt og ekkert segir Hafnarjörður betur en FH þá datt mér í hug að við fjelaganir hefðum gaman að þessu.

með kærri kveðju Gummi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?