<$BlogRSDUrl$>

31.8.05

-Kvikmyndasýningar í Hafnarfirði-
Þá er mál tilkomið að fara að birta hér pistla um sögu Hafnarfjarðar, og þótti mér við hæfi að benda áhugasömum á pistil sem ég rakst á á flakki mínu um undraheima netsins, hvar farið er yfir sögu kvikmyndasýninga í bænum í stuttu máli. Vona ég að menn hafi gagn og jafnvel nokkurt gaman af pistli þessum.

Hér er pistillinn.



Með kveðju
Sverrir Þór Sævarsson, formaður Sögufjelags Hafnarfjarðar.


10.8.05

-Hið glæsilega sumarstarf heldur áfram-
Í tilefni þess að Örvar Már Kristinsson, kantor Sögufjelags Hafnarfjarðar, er staddur á landinu, hefur verið ákveðið að blása til söngæfingar. Verður æfingin haldin næstkomandi föstudagskvöld, kl. 20:00 í fjelagsheimilinu að Klukkubergi. Þykir vera kominn tími til að fjelagið haldi almennilega söngæfingu, og vonandi að menn hafi verið duglegir við æfingar heima við síðustu mánuði.

Auk þess verður þetta í hinsta sinn sem haldinn er fundur í gamla fjelagsheimilinu. Það er nú til sölu fyrir þá sem eru áhugasamir, og vart þarf að taka það fram að mikil saga er á bakvið þessa fallegu og björtu íbúð.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Með kveðju
Sverrir Þór Sævarsson, formaður Sögufjelags Hafnarfjarðar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?