<$BlogRSDUrl$>

31.1.05

-Aðalfundur framundan-
Kæru fjelagar, þá fer að líða að því að við höldum aðalfund Sögufjelagsins. Er stefnt á að hann verði haldinn laugardagskvöldið 26. febrúar næstkomandi. Ef fjelagsmenn hafa einhverjar athugasemdir við þessa dagsetningu fram að færa, þá tjái þeir sig hér í kommentakerfinu ellegar geri formanni grein fyrir sínum athugasemdum á rafpóstfangið sverrsa@hi.is ellegar símleiðis, nafn formanns ásamt með símanúmeri er að finna í símaskrá. Tekið verður við öllum athugasemdum með velvilja og skilningi.

Eftir ansi hreint vel lukkaða matseld háttvirts fjelagsmanns, Ívars Más Magnússonar, á síðasta fundi var borin fram sú tillaga að stefnt skyldi að því að bjóða upp á slíkan veislukost á öllum fundum hér eftir. Gott væri að fá viðbrögð frá háttvirtum fjelagsmönnum um það hvort áhugi sé fyrir slíku á komandi aðalfundi.

Með kærri kveðju
Sverrir Þór Sævarsson, formaður Sögufjelags Hafnarfjarðar.


-Gjaldkera árnað heilla-
Jeg vil nota tækifærið og óska Gjaldkera fjelagsins honum Guðmundi Aðalsteinssyni til hamingju með afmælið í dag.
Hann lengi lifi!
Húrra! Húrra! Húrra!!

23.1.05

Mig langar til að óska Formanni okkar hjartanlega til hamingju með daginn ... Er það ósk mín og líkast til annara fjelagsmanna að dagurinn verði yður hinn besti og að yður verði veittar af almættinu hinar bestu stundir, já og góðar gjafir frá hinum veraldlegu, á þessum dýrðar degi.

Heil Formanni vorum og leiðtoga, hann lengi lifi: "Húrra, húrra, húrra, húrraaaaaa".

Örvar Már Kristinsson, Cantor ...

2.1.05

-Myndir af Norðurbakka-
Á næstu vikum og mánuðum verður hafist handa við að rífa sögufrægar byggingar á norðurbakka Hafnarfjarðarhafnar, og mun þar rísa glæsilegt íbúðahverfi. Af þessu tilefni fóru formaður og ritari Sögufjelags í minjasöfnun í dag og smelltu af nokkrum myndum af þessu svæði til varðveislu fyrir komandi kynslóðir.

Hér eru tveir linkar hvar hægt er að skoða þessar myndir:

http://www.picturetrail.com/gallery/view?p=999&gid=4012403&uid=2068925

http://www.picturetrail.com/sogufjelag2

Með kveðju
Sverrir Þór og Helgi Sævarssynir, formaður og ritari Sögufjelags Hafnarfjarðar.

Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?