<$BlogRSDUrl$>

30.5.06

Jæja kæru fjelagar nú er komið að því að setja inn kostningaúrslit í Hafnarfirði ef einhver okkar skildi hafa misst af því.
Kosningaúrslit, Samfylkingin með hreinan meirihluta
Á kjörskrá í Hafnarfirði á laugardaginn voru 15.971, 7910 karlar og 8061 kona. Á kjörstað kusu 10.464 en 1259 manns kusu utankjörfundar. Samtals kusu því 11.723 eða 73.4%.
Úrslit urðu þannig að Samfylkingin fékk 56,4% atkvæða og sjö bæjarfulltrúa, var með sex bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 28,1 % atkvæða og þrjá fulltrúa en hafði áður fimm. Vinstri grænir fengu 12,4 % atkvæða og einn bæjarfulltrúa og er það í fyrsta sinn sem flokkurinn fær fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Auðir og ógildir seðlar voru 338.

Eins og af þessu má ráða þá er litróf stjórnmálana ekki flókið í Hafnarfirði.
kv/Gjaldkeri.

22.5.06

Kæru fjelagar, Hér á eftir kemur grein sem fengin er að láni af netinu og er einungis copy/paste hér inn en þessi grein er um mann sem Sögufjelaginu þykir vænt um og þess vegna hefur hún fullt erindi og vonandi meðlimum til gagns og gaman.

Halldór Laxness skrifaði um áratuga skeið í íslensk og erlend blöð og tímarit um allt milli himins og jarðar. Framan af ritaði hann ótölulegan fjölda ritgerða um þjóð sína og hvernig stuðla mætti að framförum hjá henni. Hann tók virkan þátt í stjórnmálaumræðum um langt árabil, ritaði um umhverfismál og landbúnað, auk menningarrýni af ýmsum toga, svo fátt eitt sé nefnt. Hann var alla tíð umdeildur fyrir skoðanir sínar, enda beitti hann stílvopni sínu af fullu afli ef svo bar undir. Ólafur Ragnarsson, fyrrverandi útgefandi verka Halldórs Laxness, hefur farið ýtarlega yfir fyrstu skrif hans í bók sinni Líf í skáldskap sem út kom árið 2002. Þar segir að eftir því sem best er vitað hafi fyrsta greinin sem merkt er H.G. birst í Morgunblaðinu hinn 19. mars árið 1916 og bar hún heitið Hverasilungar og hverafuglar. Þá er Halldór aðeins 13 ára að aldri en lætur sig ekki muna um að setja sig í stellingar fræðimanns og lætur þrjár neðanmálsgreinar fylgja. Tveimur mánuðum síðar birtir hann grein undir nafninu H. Guðjónsson frá Laxnesi og telur Ólafur það vera fyrstu ritsmíð höfundarins unga undir eigin nafni. Um svipað leyti kom stutt bréf frá Halldóri í Sólskini sem var barnablað Lögbergs sem gefið er út í Winnipeg í Kanada. Í nóvember árið 1916 sendi hann grein í Morgunblaðið sem nefnist Gömul klukka. Hann segir umrædda klukku vera eina þá fyrstu er flutt hafi verið til landsins. Í viðtali við Jón úr Vör frá árinu 1944 víkur Halldór að sömu klukku. „Þarna sérðu klukku, sem hefur slegið í minni ætt í 150 ár." Hún hefur undanfarna áratugi staðið í anddyri Gljúfrasteins og slær enn.
Til varnar útigangshrossum: Halldór ritaði stutta grein til varnar útigangshrossum sem síðar var prentuð í Reisubókarkorni 1959. Þar segir hann að sér finnist meðferð Íslendinga á þeim vera blettur á þjóðlífinu:
Hernaðurinn gegn landinu: Í greinasafninu Yfirskygðir staðir er að finna grein sem ber heitið Hernaðurinn gegn landinu.
Fylliraftarnir: Fátt fór meira í taugarnar á Halldóri Laxness en drukkið fólk og þreyttist hann ekki að vekja athygli á því vandamáli Íslendinga að geta ekki umgengist áfengi eins og aðrar þjóðir. Árið 1945 ritaði hann grein sem nefnist Fylliraftarnir og síðar var prentuð í Sjálfsögðum hlutum.
Ósiðaður maður og hirðulaust fólk: Þegar hyllir undir að Íslendingar öðlist sjálfstæði undan dönsku krúnunni skrifar Halldór Laxness grein er nefnist Gagnrýni og menníng, og prentuð var síðar í Sjálfsögðum hlutum. Þar segir hann að þjóðin sé að rísa úr ösku eftir aldalanga erlenda kúgun.
Mannlíf á spjaldskrá: „Eina stofnun gætum við íslendíngar rekið með meiri árángri en flestar aðra þjóðir, til að efla þekkíngu vora á sjálfum okkur í fortíð og nútíð, en það er mannfræðistofnun, „skrifstofa“ sem hefði með höndum skrásetníngu allra íslendínga sem heimildir eru um, dauðra og lifandi.“ Þetta ritaði Halldór Laxness í grein árið 1943 sem nefnist Mannlíf á spjaldskrá og síðar var prentuð í Sjálfsögðum hlutum.
Landbúnaðarmál: Íslenskur landbúnaður var Halldóri Laxness löngum hugleikinn. Hann skrifaði um íslenska kotbóndann ýmis skáldverk en fjallaði ekki síður um hlutskipti hans í ritgerðum. Árið 1942 ritaði hann grein sem nefnist Landbúnaðarmál og prentuð var í Vettvángi dagsins. Á þessum tíma boðaði Halldór sigur sósíalismans þar sem samyrkjubú voru takmarkið í landbúnaði. Hin pólitíska sýn breytti því þó ekki að hann lofaði einkaframtak Thors Jensen sem byggði upp mikið kúabýli á Korpúlfsstöðum en varð síðan að leggja niður búrekstur þar vegna ákvarðana stjórnmálamanna.
Sovétríkin: Halldór Laxness snerist til sósíalisma í lok þriðja áratugarins. Árið 1933 sendi hann frá sér bókina Í austurvegi þar sem hann lýsti ferð sinni til fyrirheitna landsins, Sovétríkjanna. Þar segir meðal annars: „Í einu vetfángi var ég kominn úr atvinnuleysisjarmi og landbúnaðarkreppu auðvaldslandanna yfir í vélagný hinnar samvirku uppbyggíngar, og fyrsta hljóðið sem ég heyrði í þessu nýa landi var skark í dráttarvél, þessari vél sem í vitund heimsins hefur staðið sem tákn hins „vaknandi Rússlands“ á síðustu árum.“ Síðar segir í sömu bók: „Að Ráðstjórnarríkin séu orðin paradís, einsog blöðin hér álíta að einhverjir haldi fram, það er náttúrlega ósatt mál. En að þar hafi með Áætluninni miklu, sem var rökrétt og óhjákvæmilegt áframhald októberbyltíngarinnar, verið grundvöllur lagður að viturlegra og betra þjóðskipulagi - það er eftir alt saman eingin lýgi.“
Um þrifnað: Í lok ágúst árið 1929 skrifaði Halldór Laxness kafla í Alþýðubókina sem nefnist Um þrifnað en þá var hann staddur í Los Angeles. Þar fer hann mörgum orðum um óþrifnað þjóðar sinnar á ýmsum sviðum.
Raflýsíng sveitanna: Í bókinni Af menníngarástandi eru prentaðar greinar Halldórs Laxness frá því á þriðja áratugnum. Ein þeirra ber heitið Raflýsíng sveitanna. Þá þegar er hann farinn að taka upp hanskann fyrir alþýðu manna, enda segir hann þar að númer eitt sé að berjast fyrir bættum lífskjörum fátæks fólks.
Af íslensku menníngarástandi: Halldór Laxness var alla tíð ófeiminn við að segja skoðanir sínar á eigin þjóð. Árið 1925 skrifaði hann grein sem nefnist „Af íslensku menníngarástandi“ og var síðar prentuð í bókinni Af menníngarástandi. Þar sagði hann meðal annars: „Íslendíngurinn er að náttúrufari seinn að hugsa, og það kostar hann erfiðismuni að segja, þótt ekki sé nema ómerkilega athugasemd um daginn og veginn.“ Og enn fremur: „Afar okkar lifðu við vos, basl og veðurhörku, á beinastrjúgi, kálystíngi og grásleppuhrognaosti, og sultu á launguföstu. Þeir sváfu á torfbálkum undir torfþökum, vafðir innaní brekánsdulu, og þegar þeir vöknuðu á mornana til að strjúka af sér lúsina, þá stíga þeir á slík gólf, berum fótunum, að sonarsonum þeirra, kontóristunum á malbikinu í Reykjavík, mundi jafnvel þykja betra að ræða ekki um.“
Gljúfrasteinn - Pósthólf 250 - 270 Mosfellsbær - Sími 586 8066 - gljufrasteinn@gljufrasteinn.isUm vefinn

Með kærri kveðju, Gjaldkeri.

9.5.06

-Sögufjelagsfotograf-

Hjer er komin ný síða er við getum notað undir þær fotografs er teknar hafa verið á samkomum okkar. Slóðin er http://sogufjelagfoto.blogspot.com/
Þeir sem hafa ritaðgang að Sögufjelagssíðunni hafa einnig aðgang að þessari síðu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?