<$BlogRSDUrl$>

29.2.04

Ládautt

Það er af sem áður var! Hvað hefur orðið um alla þá frjóu einstaklinga sem skipa Sögufjelag Hafnarfjarðar? Ég verð að lýsa yfir vonbrigðum með það áhugaleysi sem einkennir orðið starfsemi fjelagsins. Hvernig væri nú að láta ljós sitt skína á þessum vettvangi.

Auk þess sting ég upp á að fundið verði vinafjelag í Finnlandi sem allra fyrst.

Kær kveðja,

Ívar M. Magnússon
Meðstjórnandi Sfj. Hfj.

24.2.04

Hviids Vinstue

Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar mínar og loforð um pistlaskrif um þá fornfrægu ölstofu Hviids Vinstue í Köbenhavn, þá verð ég að hryggja aðra meðlimi með því að ekkert varð af heimsókn minnin þangað í þetta skiptið.

Þar sem ég hafði aðsetur í Málmey í Svíaríki, sem reyndist vera ágætis borg og með nægu framboði af ágætum vínveitingahúsum og matstofum, var tekin ákvörðun um að dvelja þar um helgina, einnig spilaði inn í þá ákvörðun óbeit sú sem ég hef á flestu sem Höfn tengist og reyndar Danmörku almennt. Það eina áhugaverða við þá borg eru þær sögulegu minjar sem tengjast Íslandi og þekktum löndum okkar á einhvern hátt.

Því ætla ég að skora á næsta félaga sem leið á um borgina að gera sögulega úttekt á henni og þá sérstaklega á öldurhúsum þeim sem hafnarstúdentar (fyrir 1955) sóttu.

Ívar M. Magnússon
Meðstjórnandi Sfj.Hfj.


-Filmsýning-
Mig langar að koma þeirri tilkynningu á framfæri að á laugardaginn verður sýnd í Bæjarbíói hin klassíska mynd Þráins Bertelssonar um þá bræður Jón Odd og Jón Bjarna. Flestir þekkja sögurnar um þá bræður sem Guðrún Helgadóttir fyrrv. alþingiskona færði í letur.

Sýningin hefst kl. 16 að hafnfirskum tíma og er miðaverði stillt í hóf, 500kr. fyrir fullorðna í betri sæti og 300kr. fyrir börn. Prógrömm verða afhent við innganginn.

Meðfylgjandi er mynd sem tekin er úr sýningarklefanum í Bæjarbíói og sýnir vél af Bauer gerð, en einnig var þarna tónkerfi fyrir bæði ljós og segultón. (Heimild: rafis.is)



Góðar stundir.
Sverrir Þór Sævarsson
Formaður Sögufjelags Hafnarfjarðar.

23.2.04

-Söguslóðir-
Langt er um liðið síðan síðast var ritað inná þessa síðu og skal nú bætt úr því.
Frá tvennu er að segja.

Fyrir það fyrsta langar mig að benda áhugasömum aðilum á nýja heimasíðu sem verið var að hleypa af stokkunum og ber heitið Söguslóðir (ef smellt er á nafn síðunnar þá flytjist þér sjálfkrafa þangað). Þarna má finna ýmsan fróðleik tengdan sögu og sagnfræði og það er einnig gaman að geta þess að myndin sem er efst á forsíðunni ku eiga að sýna leiðangursmenn frá Bretlandi og Íslendinga í verslunarhúsi í Hafnarfirði.

Í öðru lagi er gaman að geta þess að ungur Hafnfirðingur hefur óskað inngöngu í fjelagið svo fljótt sem verða má. Þessi maður ber nafnið Guðmundur Hörður Guðmundsson og er fyrrverandi fréttamaður á Ríkisútvarpinu en er búsettur um þessar mundir í Skotlandi, við nám og fræðimennsku að því er talið er.
Gvendur þessi ku luma á ýmsum skemmtilegum fróðleik um bæjarfjelagið okkar og væri vissulega mikill akkur í hans liðsstyrk.

Fleira var það ekki að sinni.
Góðar stundir.

Sverrir Þór Sævarsson
Formaður Sögufjelags Hafnarfjarðar.

5.2.04

-Forskot á Óðalssæluna-
Hjer hefi jeg náð nokkrum fotografs úr mynd Hrafns Gunnlaugssonar Óðal Feðranna.
En þessi sena er einmitt hin fallega ástarsena milli vinnumanns og heimasætu.

Kveðja
Helgi Ben Sævarsson
Ritari Sögufjelags Hafnarfjarðar

3.2.04

-Fundarefni-
Efni fundarins sem verður haldinn í félagsheimilinu að Klukkubergi næstkomandi laugardag verður eins og hér segir:

Fundur hefst stundvíslega kl. 20:30
Tekið verður á móti fundarmönnum með fordrykk, sem að þessu sinni verður hinn sívinsæli drykkur Póló, og verður rætt örlítið um sögu þess drykkjar.
Sýnd verður kvikmyndin Óðal feðranna, en þess ber þó að geta að gert verður hlé á sýningu myndarinnar til að fylgjast með Popppunkti en þar mun fréttamaðurinn og Hafnfirðingurinn Hlynur Sigurðsson verða meðal keppenda.
Því næst verður gengið til umræðna um lög fjelagsins og þau væntanlega í framhaldi af því samþykkt.
Síðasta formlega mál á dagskrá verður svo innganga nýrra fjelaga.
Að lokum verður orðið laust ef menn hafa einhver mál fram að færa.
Fundi verður svo slitið en fundarmönnum er frjálst að halda til í fjelagsheimilinu og súpa öl (já eða Póló) ef vilji er til.

Með von um góðan fund og góða mætingu
Sverrir Þór
Formaður Sögufjelags Hafnarfjarðar.

Síðbúnar afmæliskveðjur

Guðmundur Aðalsteinsson aðalritari.
Hjartanlegar hamingjuóskir með afmælið þann 31. Janúar.

Kveðja frá Sögufjelaginu.

Ívar M. Magnússon

This page is powered by Blogger. Isn't yours?