<$BlogRSDUrl$>

28.11.05

-Til hamingju með daginn!-
Það var á þessum degi fyrir tveimur árum síðan að nokkrir ungir menn í Hafnarfirði stofnuðu með sér fjelag sem skyldi hafa það markmið að halda á lofti glæsilegri sögu Hafnarfjarðar. Fékk fjelagið strax nafnið Sögufjelag Hafnarfjarðar og hefur fjelagið vaxið og dafnað með miklum glæsibrag.

Til að fagna þessum tímamótum héldu fjelagsmenn mikla skemmtun á laugardaginn sem tókst með eindæmum vel. Vil ég nota tækifærið og þakka kærlega fyrir þennan stórskemmtilega dag og vona að allir hafi skemmt sér hið bezta.

Enn og aftur, til hamingju með daginn og megi fjelagið halda áfram að dafna jafn vel og það hefur gert síðustu tvö árin.

Með afmæliskveðju,
Sverrir Þór Sævarsson, formaður Sögufjelags Hafnarfjarðar.

25.11.05

Tel rétt að taka það fram að ekki er þörf fyrir meðlimi að koma með drykki, hvorki áfenga né óáfenga í cocktailinn heim til mín. Hef nú þegar keypt veigar sem duga fyrir okkur alla.

Ívar

ONE

Eftir að hafa lesið mjög svo skemmtileg innlegg annarra fjelagsmanna þá má ég til með að bæta við smá viðbót.

Talan einn minnir mig helst á það að nú er einungis einn dagur í STÓRA SÖGUFJELAGSDAGINN!

Ívar

-Ljóðið um Sv(ein)-
Einn er Sveinn M Eiðson einyrkinn einmana er einhverju sinni lék í einfaldri kvikmynd.
Sveinn fékk einn að reyna við eina sem gekk um beina á búi móður og bróður.
Áður féll bróðir af þaki meðan Sveinn var með systur á baki.
Blandaði tesopann góða
Sem gerði þá daufheyrðu óða.

höf Ritar fjelags.

1 dagur.
Talan 1 minnir okkur á að það eru bara til 1stk Hafnarfjörður
1stk Friðrik Oddson
1stk Siggi Sjaplin
1stk Stjáni Stones
1stk Palli Lamba (blessuð sé minning hans)
o.s.frv.
Annað eins úrval af góðu fólki er vandfundið með aðra eins hliðstæðu á Íslandi.
Þegar ég var eins árs bjó ég á Laufvangi.
og var einbirni.

23.11.05

Þar sem einungis eru tveir dagar í hinn stóra sögufjelagsdag mun ég taka tenginguna við töluna tvo.

Talan tveir minnir mig á það að frá Hafnarfirði koma fjölmargir tvíburar og hefur ótrúlega hátt hlutfall þeirra fetað glæpabrautina.

Talan tveir minnir mig á:
  1. Halla og Ladda
  2. Abbott og Costello
  3. Romario og Bebeto
  4. Sigfried og Roy
  5. Cheech og Chong
  6. Patty og Selmu
  7. Smith og Wesson
  8. Sherlock Holmes og Dr. Watson
  9. Pomm bræðurna sem á endanum hlutu makleg málagjöld
  10. Derick og Klein
Þá minnir talan tveir mig á hrafna Óðinns.

Tvíburaturnana og U2.

Þá er talan tveir fyrsta prímtalan og sú eina þeirra sem er slétt tala.

Þá er minningin um að hafa séð Rocky 2 í Bæjarbíói mjög sterk í huga mér.

Ég skora á alla meðlimi fjelagsins að taka fyrir töluna einn!

Ívar

3 dagar minna okkur á það að í Hafnarfirði eru þrír bananabræður.
Talan þrír minna okkur á það að í Hafnarfirði eru bara þrjú íþróttafélög sem ég viðurkenni.
FH- ÍH - Haukar
Þegar ég var þriggja bjó ég á krókahrauni.
Þegar Helgi Sævars. var þriggja þá bjó hann á Hjallabraut.
Og ég á þrjá stráka.
Heimsókn vitringanna þriggja til Betlehem, sem er að finna í 2. kafla Matteusarguðspjalls, er í hópi allra þekktustu sagna Biblíunnar. Ef þetta væru í raun vitringar þá hefðu þeir búið í Hafnarfirði.
Þrjár plágur
Sú var tíð, að Arabaþjóðirnar gegndu mikilvægu forustuhlutverki um heimsbyggðina. Arabar kenndu öðrum þjóðum stjörnufræði og stærðfræði og áttu miklar og merkar bókmenntir. Bókasafnið góða í Alexandríu í Egyptalandi átti engan sinn líka. Þetta er löngu liðin tíð. Nú eru Arabalöndin 22 í miklum vanda stödd. Þessu valda þrjár plágur, allar af mannavöldum.
Hér með skora ég á Meðstjórenda Ívar Már að taka töluna tvö
Gummi.

22.11.05

-4 dagar-
Í dag eru fjórir dagar í afmælishátíð fjelagsins og Sögufjelagsdaginn. Af því tilefni er mér skylt að nefna fjögur atriði um töluna fjóra.

4 minnir mig á árið 1904, en það ár hófst einmitt rafvæðing Hafnarfjarðar og raunar Íslands.

4 minnir mig aftur á árið 1904, en þá lét August Flyenring reisa fiskverkunarstöð í Hafnarfirði, og auk þess fiskreiti í hrauninu við Herjólfsgötu sem enn standa (held ég).

4 minnir mig að sjálfsögðu á Hin fjögur fræknu



4 minnir mig svo á það að klukkan fjögur á laugardaginn fara allir til síns heima og fara í betri fötin og hittast svo heima hjá Ívari klukkan tvær mínútur yfir sex.

Ég læt svo gjaldkera fjelagsins um að tækla töluna 3.

Kveðja
Sverrir Þór Sævarsson, formaður Sögufjelags Hafnarfjarðar.

21.11.05

Enn og aftur breyting á dagskrá. Í raun og veru er liðurinn kl. 18:02 sá eini sem breytist að einhverju ráði.

Safnast verður saman á veitingastaðnum Grand Rokk klukkan 10.00 árdegis þar sem manneðlisfræðingurinn Dr. Bjarni mun halda fyrirlestur um dvergloftbelgjaflug.
Haldið verður í teboð til Einars Bollasonar klukkan 10.31
Klukkan 13:00 verður haldið í kröfugöngu þar sem handtöku Gary Glitter verður mótmælt.
Klukkan 14:00 verður haldið að Gljúfrasteini þar sem Auður og Halldór munu taka á móti þreittum göngumönnum, Halldór spilar á flygilinn og fjelagsmenn syngja Maístjörnuna.
Klukkan 16:00 Filmsýning í bæjarbíó, kvikmyndin Tintromman verður sýnd.

Klukkan 18:02 mæting í Cocktail að Gvendargeisla 17.
Klukkan 20:00 Hátíðarkvöldverður við útitaflið í miðbæ Reykjavíkur, Rúnar Marvinsson steikir fiskflök á funheitum bílvélum.
Frá 21:00 fram á rauða nótt mála fjelagsmenn styttur bæjarins.

-5 dagar-
5 dagar í stóru hátíðina og hér koma fimm hlutir er tengjast tölunni fimm.

5 minnir mig á sjónvarpslausa Fimmtudaga

5 minnir mig á Fimm bækurnar
þar kom fram fyrsti kynbrenglaði krakkinn Georg/ína.

5 minnir mig á að fimm ára var ég oft á Gæsluvellinum við Kaupfjelagsblokkina ásamt æskuvini mínum honum Oddgeiri og yfirleitt vorum við að undirbúa flótta....

5 minnir mig á að fimm ára fór maður í Umferðarskólann


5 minnir mig á að um fimmleytið í Janúar árið 1983 varð ég fyrir kúlublysi í handlegg minn og úlpan mín úr 100% gerviefni fuðraði upp.

Kveðja
Helgi Sævarsson Ritari

17.11.05

-Víti til varnaðar-
Kjæru fjelagar.
Er ég vafraði inn á vefsíðu Sögufélags Reykjavíkur blasti við mjer sláandi fyrirsögn
Kona forseti Sögufélags í fyrsta sinn
Sýnir þetta að fjelagsmenn verða að verja fjelagið innrás húsfreyjunnar í fjelagið með allri ráð og dáð.
Það veit hvur sjálfstöndugur maður að konur hafa eigi söguþekkingu að neinu viti aðra en tilhæfulaust slúður yfir molasopa og kleinukorni.
Hvað næst? Danskur formaður?
Er tilefni Sögufjelags dags þann 26.Nóvembris næstkomandi kærkomið tilefni til að berja saman baráttuanda fjelagsins.
Kveðja
Ritari fjelags.

16.11.05

-Fullbúin dagskrá-
Jæja kæru fjelagar, þá er dagskráin þann 26.nóv. tilbúin. Ein breyting var gerð á áður birtri dagskrá, því farið verður á Tapas barinn kl. 20 og etið og drukkið. En svona lítur þá endanleg dagskrá út:

Safnast verður saman í Hellisgerði klukkan 10.00 árdegis þar sem formaður
setur hátíðina með formlegum hætti.
Haldið verður í Þjóðminjasafn klukkan 10.31
Klukkan 13:00 verður haldið á veitingastað og snæddur hádegisverður.
Klukkan 14:00 verður haldið að Gljúfrasteini hvar safn Halldórs Laxness
verður skoðað.
Klukkan 16:00 halda menn heim á leið til að bregða sér í betri fötin.
Klukkan 18:02 mæting í Cocktail hjá einhverjum af fjelagsmönnum.
Klukkan 20:00 Hátíðarkvöldverður á Tapas Barnum.
Frá 21:00 fram á rauða nótt mála fjelagsmenn bæinn rauðan.
Með bestu kveðju
Sverrir Þór Sævarsson, formaður Sögufjelags Hafnarfjarðar.

11.11.05

-Smá dagskrárbreyting-
Við höfum því miður neyðst til að gera smá breytingu á áður auglýstri dagskrá afmælishátíðar Sögufjelags Hafnarfjarðar. Veitingahúsið Argentína gat því miður ekki tekið á móti svona stórum og myndarlegum hópi þennan dag, og neyðumst við því til að færa hátíðarkvöldverðin á annað veitingahús. Verið er að vinna í þeim málum núna, en vissulega væri gaman að heyra hvort meðlimir fjelagsins hefðu einhverjar skoðanir á því hvert væri bezt að fara.

Með bestu kveðju
Sverrir Þór Sævarsson, formaður Sögufjelags Hafnarfjarðar.

7.11.05

-Afmælishátíð og Sögufjelagsdagurinn-
Sælir kæru fjelagar.

Senn líður að því að litla fjelagið okkar með stóra hjartað verði tveggja
ára. Af því tilefni hefur verið ákveðið að blása til glæsilegrar
afmælishátíðar laugardaginn 26.nóvember næstkomandi. Ákveðið var af stjórn
fjelagsins að slá saman afmælishátíðinni og hinum árlega Sögufjelagsdegi,
til að gera daginn enn glæsilegri. Að þessu sinni verður hátíðin að mestu
haldin í vinabæ fjelagsins, Reykjavík, enda mikilvægt að efla tengslin við
hinn opinbera höfuðstað landsins (en eins og flestir vita er hinn
óopinberi höfuðstaður að sjálfsögðu Hafnarfjörður). Dagskráin, sem er
einkar glæsileg, er svohljóðandi:

Safnast verður saman í Hellisgerði klukkan 10.00 árdegis þar sem formaður
setur hátíðina með formlegum hætti.
Haldið verður í Þjóðminjasafn klukkan 10.31
Klukkan 13:00 verður haldið á veitingastað og snæddur hádegisverður.
Klukkan 14:00 verður haldið að Gljúfrasteini hvar safn Halldórs Laxness
verður skoðað.
Klukkan 16:00 halda menn heim á leið til að bregða sér í betri fötin.
Klukkan 18:02 mæting í Cocktail hjá einhverjum af fjelagsmönnum.
Klukkan 20:00 Hátíðarkvöldverður á veitingahúsinu Argentínu.
Frá 21:00 fram á rauða nótt mála fjelagsmenn bæinn rauðan.

Einkar vinsamlegt væri ef fjelagsmenn gerðu sem fyrst grein fyrir því
hvort þeir ætla að taka þátt í þessari hátíð, og þá sérstaklega hvort menn
ætla að mæta í hátíðarkvöldverðinn á Argentínu. Best er að haft sé samband
beint við formann fjelagsins, á tölvupóstfangið joninaben@hotmail.com
...eða á sverrsa@hi.is.

Með kærri kveðju
Sverrir Þór Sævarsson, formaður Sögufjelags Hafnarfjarðar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?